„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Bjarki Már Elísson fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Vísi og Stöð 2. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ „Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
„Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira