Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2022 23:30 Þjóðarhöll Færeyinga, Føroya Arena, á að vera tilbúin árið 2025. Føroya Arena Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd af borgarstjóra Þórshafnar og formanni byggingarnefndar taka fyrstu skóflustunguna þann 22. desember síðastliðinn. Höllin rís í útjaðri höfuðstaðarins, nánar tiltekið ofan bæjarins Hoyvík, sem núna telst úthverfi Þórshafnar. Føroya Arena, eins og hún er kölluð, á að vera tilbúin árið 2025. Tróndur Sigurdsson, formaður byggingarnefndar, og Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, tóku fyrstu skóflustungu.Tórshavnar kommuna Fyrirmyndina sóttu Færeyingar til nýrrar íþróttahallar í bænum Volda í Noregi. Þeir fengu sama norska arkitektinn til að teikna samskonar byggingu og staðfæra hana að færeyskum þörfum. Henni er ætlað að rúma 2.700 áhorfendur á íþróttakappleikjum og 3.600 tónleikagesti í sætum en allt að 4.600 standandi gesti. Að grunnfleti verður hún 4.600 fermetrar að stærð en gólfrýmið verður alls um 8.400 fermetrar. Byggingin verður 4.600 fermetrar að grunnfleti.Føroya Arena Áhersla er lögð á að hún rúmi sem flestar íþróttagreinar sem alhliða íþróttamiðstöð og verði opin almenningi til æfinga og keppni frá morgni til kvölds. Jafnframt verði hún nýtt sem tónlistar-, sýninga- og ráðstefnuhöll. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um fimm milljarðar íslenskra króna og mun Þórshafnarbær greiða 55 prósent kostnaðar. Það sem upp á vantar mun koma frá ýmsum aðilum, þar á meðal danska ríkinu, A.P. Möller-sjóðnum og einkaaðilum. Starfsmenn verktakans Articon mættir til að hefja verkið.Tórshavnar kommuna Þjóðarhöllin verður rekin sem sjálfseignarstofnun og fær sveitarfélagið tvo fulltrúa í fimm manna stjórn en hinir þrír koma frá íþróttasambandi Færeyja, samtökum atvinnulífsins og ferðaþjónustunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá færeyskt kynningarmyndband af Føroya Arena: Færeyjar Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. 26. nóvember 2022 07:01 Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. 27. september 2022 23:01 Ný þjóðarhöll sem leysi vandamálið rísi í Laugardal árið 2025 Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð síðdegis. 6. maí 2022 15:51 Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 6. maí 2022 16:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd af borgarstjóra Þórshafnar og formanni byggingarnefndar taka fyrstu skóflustunguna þann 22. desember síðastliðinn. Höllin rís í útjaðri höfuðstaðarins, nánar tiltekið ofan bæjarins Hoyvík, sem núna telst úthverfi Þórshafnar. Føroya Arena, eins og hún er kölluð, á að vera tilbúin árið 2025. Tróndur Sigurdsson, formaður byggingarnefndar, og Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, tóku fyrstu skóflustungu.Tórshavnar kommuna Fyrirmyndina sóttu Færeyingar til nýrrar íþróttahallar í bænum Volda í Noregi. Þeir fengu sama norska arkitektinn til að teikna samskonar byggingu og staðfæra hana að færeyskum þörfum. Henni er ætlað að rúma 2.700 áhorfendur á íþróttakappleikjum og 3.600 tónleikagesti í sætum en allt að 4.600 standandi gesti. Að grunnfleti verður hún 4.600 fermetrar að stærð en gólfrýmið verður alls um 8.400 fermetrar. Byggingin verður 4.600 fermetrar að grunnfleti.Føroya Arena Áhersla er lögð á að hún rúmi sem flestar íþróttagreinar sem alhliða íþróttamiðstöð og verði opin almenningi til æfinga og keppni frá morgni til kvölds. Jafnframt verði hún nýtt sem tónlistar-, sýninga- og ráðstefnuhöll. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um fimm milljarðar íslenskra króna og mun Þórshafnarbær greiða 55 prósent kostnaðar. Það sem upp á vantar mun koma frá ýmsum aðilum, þar á meðal danska ríkinu, A.P. Möller-sjóðnum og einkaaðilum. Starfsmenn verktakans Articon mættir til að hefja verkið.Tórshavnar kommuna Þjóðarhöllin verður rekin sem sjálfseignarstofnun og fær sveitarfélagið tvo fulltrúa í fimm manna stjórn en hinir þrír koma frá íþróttasambandi Færeyja, samtökum atvinnulífsins og ferðaþjónustunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá færeyskt kynningarmyndband af Føroya Arena:
Færeyjar Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. 26. nóvember 2022 07:01 Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. 27. september 2022 23:01 Ný þjóðarhöll sem leysi vandamálið rísi í Laugardal árið 2025 Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð síðdegis. 6. maí 2022 15:51 Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 6. maí 2022 16:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. 26. nóvember 2022 07:01
Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. 27. september 2022 23:01
Ný þjóðarhöll sem leysi vandamálið rísi í Laugardal árið 2025 Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð síðdegis. 6. maí 2022 15:51
Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 6. maí 2022 16:33