Í tilkynningu á Twittersíðu Westwood segir að hún hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili hennar í Lundúnum.
29th December 2022.
— Vivienne Westwood (@FollowWestwood) December 29, 2022
Vivienne Westwood died today, peacefully and surrounded by her family, in Clapham, South London.
The world needs people like Vivienne to make a change for the better. pic.twitter.com/YQwVixYUrV
Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún varð fljótt þekkt fyrir að hanna föt í anda pönksins og nýbylgjunnar sem riðu röftum í Englandi á áttunda áratugnum.
„Ég mun halda áfram með Vivienne í hjarta mínu. Við unnum saman allt til endaloka og hún hefur gefið mér nægan efnivið til að halda áfram,“ er haft eftir Andreas Kronthaler, eiginmanni hennar og samstarfsmanni.