Íslenski boltinn

Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn.
Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

Kalmar átti mjög góðu gengi að fagna á nýafstaðinni leiktíð í Svíþjóð og endaði óvænt í 4. sæti efstu deildar þar í landi. Fyrir mót var talið að Kalmar yrði í fallbaráttu en annað kom á daginn.

Þegar tímabilinu lauk ákvað stórveldið Malmö að falast eftir kröftum Henrik Rydström og því þurfti Kalmar að ráða nýjan þjálfara. Óskar Hrafn var meðal þónokkurra sem komu til greina en samkvæmt frétt Aftonbladet um málið var það Óskar Hrafn sjálfur sem dró nafn sitt úr hattinum og því fóru viðræður ekki lengra.

Óskar Hrafn verður því áfram með Breiðablik og stefnir án efa á að verja Íslandsmeistaratitilinn á sama tíma og liðið freistar þess að verða bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2009 ásamt því að fara langt í Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×