Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:01 Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar staðfestir að mygla hafi fundist í þremur leikskólum til viðbótar við þá sem þegar glíma við mygluvanda. Hann segir borgina bregðast hraðar við en áður Vísir Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það. Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það.
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00