Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 12:08 Snjór er víð af skornum skammti í skíðabrekkum í Alpanna vegna lítillar snjókomu og óvenjulegra hlýinda. Þeim mun meira er af grænu grasi. Þessi mynd er frá Brauneck-skíðasvæðinu í Lenggries í Þýskalandi 28. desember. AP/Sven Hoppe/DPA Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss. Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss.
Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent