Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 12:04 Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) á mynd áhugastjörnuljósmyndarans Dans Bartlett sem var tekin 19. desember. Dan Bartlett Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni. Geimurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni.
Geimurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira