Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2023 15:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fyrir samninganefnd Eflingar á fundinum í dag. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og SA hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þar gerði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins Eflingu tilboð um gerð kjarasamnings sem væri efnislega samhljóða samningnum sem samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið á dögunum. Hægt væri að ræða aðlögun að þörfum Eflingarfólks en það yrði þó að vera innan ramma umrædds samnings sem gerður var við SGS. Að loknum fundi ræddi Sólveig Anna, við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttakonu, þar sem hún sagði að tilboðið SA yrði nú skoðað. „Niðurstaðan var að okkur var afhent tilboð sem við munum núna bara skoða og svara innan skamms. Við svona fljóta yfirferð getum við ekki betur séð en að það sé raunverulega ekkert nýtt þarna. Það sé bara verið að leggja til nákvæmlega það sama,“ sagði Sólveig Anna. Klippa: Sólveig Anna reiknar með gagntilboði Eftir að tilboð var lagt fram réði samninganefnd Eflingar ráðum sínum, fór snögglega yfir tilboð SA og ákvað að fara betur yfir tilboðið í góðu tómi. Fundi var því næst slitið. Sólveig Anna segist reikna með að SA verði gert gagntilboð. „Við höfum unnið þannig að við gerum þá gagntilboð. Ég reikna þá með því að það verði niðurstaðan en nú, eins og ég segi, á samninganefnd eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað meiru á þessari stundu,“ sagði Sólveig Anna. Hún reiknar með að yfirferðin yfir tilboðið taki ekki langan tíma, aðspurð um næstu skref. „Við erum nú svona fremur rösk, fljót að vinna þannig að ég held að það taki ekkert mjög langan tíma.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09
Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. 4. janúar 2023 10:16