Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 09:05 Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira