Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 15:00 Heilbrigðisfulltrúi hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. Vísir/Vilhelm Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“ Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“
Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20