„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 11:45 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira