SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 13:47 Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. SA leggja til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af 18 af 19 aðildarfélögum SGS. SA segjast áfram tilbúin til viðræðna við Eflingu um aðlögun innan kostnaðarramma SGS samningsins og þeirra meginlína sem samningur markar. SA vekja á heimasíðu sinni athygli á því að samningar hafi náðst við áttatíu þúsund manns hringinn í kringum landið. Það sé meirihluti almenns vinnumarkaðar. „Slíkir kjarasamningar eru stefnumarkandi í eðli sínu og leggja því grunn að öllum kjarasamningum í þessari samningalotu, bæði á almennum og opinberum markaði,“ segir á heimasíðu SA. Samtök atvinnulífsins segja kauptaxta kjarasamnings Eflingar þegar hafa hækkað um 35.500 krónur á árinu 2022. „Lægsti taxti Eflingar hækkaði þ.a.l. um 10,7% fyrr á árinu 2022 og meðaltaxti um 10,3%. Taxtar hækkuðu því umfram verðbólgu á árinu 2022. Þegar hækkanir kauptaxta SGS 1. janúar, 1. apríl og 1. nóvember 2022 eru teknar saman þá hefur lægsti taxti SGS hækkað á árinu 2022 um kr. 70.500 og meðaltaxti um kr. 78.000. Það jafngildir um 21 – 24,5% hækkun kauptaxta á einu ári. Með þessum hækkunum verða dagvinnulaun SGS taxtafólks um 900 þús. kr. hærri á árinu 2023 en þau voru á árinu 2021. Meðalheildarlaun, með vaktaálagi og yfirvinnu, hækka mun meira.“ SA lagði fram samninginn á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt. Ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16 Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
SA leggja til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af 18 af 19 aðildarfélögum SGS. SA segjast áfram tilbúin til viðræðna við Eflingu um aðlögun innan kostnaðarramma SGS samningsins og þeirra meginlína sem samningur markar. SA vekja á heimasíðu sinni athygli á því að samningar hafi náðst við áttatíu þúsund manns hringinn í kringum landið. Það sé meirihluti almenns vinnumarkaðar. „Slíkir kjarasamningar eru stefnumarkandi í eðli sínu og leggja því grunn að öllum kjarasamningum í þessari samningalotu, bæði á almennum og opinberum markaði,“ segir á heimasíðu SA. Samtök atvinnulífsins segja kauptaxta kjarasamnings Eflingar þegar hafa hækkað um 35.500 krónur á árinu 2022. „Lægsti taxti Eflingar hækkaði þ.a.l. um 10,7% fyrr á árinu 2022 og meðaltaxti um 10,3%. Taxtar hækkuðu því umfram verðbólgu á árinu 2022. Þegar hækkanir kauptaxta SGS 1. janúar, 1. apríl og 1. nóvember 2022 eru teknar saman þá hefur lægsti taxti SGS hækkað á árinu 2022 um kr. 70.500 og meðaltaxti um kr. 78.000. Það jafngildir um 21 – 24,5% hækkun kauptaxta á einu ári. Með þessum hækkunum verða dagvinnulaun SGS taxtafólks um 900 þús. kr. hærri á árinu 2023 en þau voru á árinu 2021. Meðalheildarlaun, með vaktaálagi og yfirvinnu, hækka mun meira.“ SA lagði fram samninginn á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt. Ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16 Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Sólveig Anna reiknar með að Efling geri gagntilboð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 4. janúar 2023 15:16
Lögðu fram samningstilboð til Eflingar Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 4. janúar 2023 14:09