ESB sektar Meta um sextíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 14:53 Ný lög innan Evrópusambandsins gætu komið verulega niður á rekstri Meta og annarra tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja. EPA/JOHN G. MABANGLO Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa. Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa.
Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira