Eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild en fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 22:43 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Bára Dröfn Það virtist ekki bjart yfir Ísak Mána Wium, þjálfara liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta, eftir að hans lið beið ósigur, í Ljónagryfjunni, fyrir Njarðvík með tuttugu og níu stiga mun, 103-74, fyrr í kvöld. Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59