Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2023 19:40 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigurður Jökull Ólafsson. Vísir/Einar Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira