Blaðamenn gera skammtímasamning Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 17:56 Farið var vel yfir kjarasamninginn fyrir undirritun. Blaðamannafélag Íslands/AA Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira