Atvinnulífið á Vísi fagnar nýju ári og boðar áframhaldandi fjölbreytta umfjöllun. Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp vinnutengda umfjöllun og viðtöl úr Atvinnulífinu í fyrra.
Við byrjum á upprifjun um ýmiss málefni sem tengjast vinnunni okkar eða vinnumarkaðinum.
Z kynslóðin (fædd 1995-2012) er okkur hugleikin og við rýndum aðeins í þær breytingar sem vænta má af þessari kynslóð sem sögð er líkleg til að breyta vinnumarkaðinum algjörlega á komandi árum.
Á sama tíma fjallaði Atvinnulífið um viðhorfsbreytingar til þriðja aldurskeiðsins og þeirra möguleika sem fólk getur valið þótt formlegu starfstímabili sé lokið samkvæmt reglum um aldur og vinnumarkað.
Jafnréttismálin og fjölbreytileikin eru alltaf fyrirferðarmikil í Atvinnulífinu og í fyrra rýndum við meðal annars í starfsheiti og þróun þeirra.
Mannauðsmálin eru alltaf fyrirferðarmikil í Atvinnulífinu og árið 2022 var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að nýta mannauð innflytjenda betur, enda fyrirséð að Ísland þarf mikið á erlendu vinnuafli að halda nú og til framtíðar.
Að leggja áherslu á andlegt hreysti og vellíðan er mikilvægur liður í umfjöllun Atvinnulífsins. Ekki síst það markmið að fólk sé hamingjusamt og í gleði, utan vinnu sem og á vinnustaðnum.
Atvinnulífið rýnir reglulega í tæknimálin og þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin mun leiða af sér fyrir atvinnulífið.
Nýsköpun er reglulega til umfjöllunar í Atvinnulífinu. Frá sjónarhorni fjárfesta og frumkvöðla.
Og nýsköpun þar sem umhverfismálin eru í forgrunni.
Atvinnulífið fylgist vel með stöðu mála á ráðningamarkaðinum, þar sem tölur sýna að breytta stöðu vegna þess að í dag er mun algengara en áður að fólk segir upp starfi sínu einfaldlega vegna þess að það vill breytingar sjálft.
En oft er umfjöllun um góð ráð þegar að við erum í atvinnuleit.
Oft fjallar Atvinnulífið um mál sem fólk er feimið við að ræða upphátt á vinnustöðum.
Atvinnulífið fylgist með auglýsinga- og markaðsmálunum.
Í ársbyrjun fjallaði Atvinnulífið frá ýmsum sjónarhornum um það hvað vinnumarkaðurinn getur lært af Vítalíumálinu svokallaða.
Atvinnulífið er með puttann á púlsinum hvað varðar þróun mála í sjálfbærniupplýsingum og grænþvotti.
Stundum er tilefni til að Atvinnulífið stígi inn með umfjöllun fyrir vinnustaði sem tengjast málefnum líðandi stundar í þjóðfélaginu.
Reglulega rýnir Atvinnulífið í áhugaverðar niðurstöður rannsókna fyrir vinnumarkaðinn.
Eða ábendingar vinnumarkaðar til stjórnvalda um til dæmis breytingar í menntakerfinu.
Breytingar í þágu umhverfis- og loftlagsmála eru reglulega til umfjöllunar í Atvinnulífinu.
Síðast en ekki síst rýnir Atvinnulífið reglulega í hvernig við getum náð enn betri árangri í líðan og starfi.