Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 14:42 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags, sem staðsett er í Norðurþingi á Norðurlandi eystra. Vísir/Arnar Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira