Fótbolti

Margrét hitti goð­sögnina Buf­fon strax á fyrsta degi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Margrét Árnadóttir er orðin leikmaður Parma, líkt og Gianluigi Buffon.
Margrét Árnadóttir er orðin leikmaður Parma, líkt og Gianluigi Buffon. Vísir/Diego/Getty Images

Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon.

Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar.

Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu.

Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006.

Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“

Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×