Fimm ára gamall drengur hvarf í flóði við strandlengju ríkisins þegar sjávarstaðan snarhækkaði þar sem hann var í bíl með móður sinni og er hans nú ákaft leitað. Alls hafa fjórtán látið lífið síðustu daga í ríkinu í veðurhamnum þar sem hver lægðin hefur fylgt annarri.
Tugþúsundir eru án rafmagns og mörgum hefur verið gert að yfigefa heimili sín af ótta við flóð eða aurskriður. Á meðal þeirra sem þurftu að flýja var Harry Bretaprins og Meghan Markle eiginkona hans og einnig sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey.
Þau búa í bænum Montecito en fimm ár eru nú liðin frá því að aurskriða féll á bæinn með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Þá hafa skógareldar einnig leikið svæðið grátt.
Bandaríski þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres býr sömuleiðis í Montecito og birti í gærkvöldi myndband þar sem sjá má hvernig flæðir í á sem rennur við heimili hennar.