Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 10:00 Ómar Ingi Magnússon er sjötti markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. epa/Aniko Kovacs Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira