Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2023 13:14 Sólveig Anna og hennar fólk í Eflingu fer nú að huga að verkfallsaðgerðum. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42 Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16
Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42
Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39