Tilboð Eflingar óaðgengilegt Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 10. janúar 2023 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag í kjaradeilunni sem upp er kominn. Eftir um níutíu mínútna fund þar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafði gengið á milli fundarherbergja samninganefndanna lýsti Efling því yfir að kjaraviðræðurnar væru árangurslausar. SA hafði gert Eflingu tilboð sem stendur til morgundagsins. Efling hefur raunar hafnað því tilboði en sendi SA gagntilboð. Á fundinum var farið yfir þetta gagntilboð. „Við höfum móttekið það tilboð og ég lýsti því yfir að, því miður, væri þetta tilboð óaðgengilegt og gæti ekki orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín, í samtali við Heimi Má Pétursson, eftir að ljóst varð að Efling hafði lýst því yfir að viðræðum yrði slitið. Vísaði Halldór Benjamín í það að sú skoðun væri byggð á þeim kjarasamningum sem SA hefur þegar gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarfólks og iðnaðarmanna. Viðsemjendur samtakanna yrðu að geta treyst því að sú lína sem hafi verið mörkuð í þeim samningum yrði varin af samtökunum. Hvaða skildi mikið að í kröfum Eflingar og þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðir? „Því miður er ennþá himinn og haf í því tilboði sem Efling sendi Samtökum atvinnulífsins. Við getum, til að nota þægilegar tölur, lýst því yfir að þetta sé um það bil, eða tæplega, tvöfalt kostnaðarmat þess sem við höfum til að mynda samið við VR í þessu húsi hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Halldór Benjamín. Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót.Vísir/vilhelm Aðspurður um hvað það hefði þýtt fyrir samningana við verslunarfólk og samflot iðnaðarmanna auk SGS-samningsins ef gengið yrði að kröfum Eflingar sem fram koma í tilboðinu var svarið að það hefði þýtt nýjar viðræður við þessi félög. „Ef að við hefðum gengið lengra þá hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem að nú þegar hafa verið undirritaðir í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu á meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði í að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greitt hafi atkvæði um samningana hafi samþykkt þá. „Ég dreg þá ályktun út frá þeirri niðurstöðu að það ríki ágætis sátt um þessa kjarasamninga. Á grundvelli þessara sáttar vildum við, og viljum enn, ganga til kjaraviðræðna við Eflingu með það að að augnamiði að ljúka gerð kjarasamnings.“ Efling standi ein eftir Að loknum fundi sagði Sólveig Anna að næstu skref Eflingar væru að undirbúa verkfallsboðun. Sagði hún meðal annars að verkföll hafi skilað árangri fyrir Eflingu í fortíðinni. Halldór Benjamín sagði hins vegar í viðtali við Heimi Má að ekki væri hægt að líkja stöðunni nú við stöðuna í kjaraviðræðum 2019, þegar Efling fór í verkföll á vormánuðum þess árs. „Þá var ósamið í raun og veru öll stéttarfélög á landinu og Efling boðaði þá og fór í verkföll á þeim tíma. Það er ekki hægt að draga neina hlistæðu við þá stöðu sem upp er komin í dag. Það markast af því að búið er að loka kjarasamningum við nær allar stéttir. Samið var til að mynda við blaðamenn í síðustu viku. En Efling stendur nánast ein eftir,“ sagði Halldór Benjamín. Vísaði hann jafn framt í gagnrýni sem aðrir verkalýðsleiðtogar hafa sett fram á kröfur Eflingar í viðræðunum. „Aðallega með vísan til þess að Efling er með það sem ófrávíkjanlega kröfu að Samtök atvinnulífsins fari að draga landsmenn í dilka og greiða mismunandi laun eftir því hvort að fólk býr á Reykjavíkursvæðinu, Þorlákshöfn, Hveragerði eða Grafningshreppi. Við höfum einfaldlega sagt að það munu Samtök atvinnulífsins aldrei gera. Enda brýtur það í bága við óskrifaðan samfélagssáttmála okkar.“ Hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í nefndinni Halldór Benjamín gagnrýndi jafn framt að í samninganefnd Eflingar væru nefndarmenn sem störfuðu ekki á kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. „Það sem veldur mér hugarangri og ég er mjög hugsi yfir er að á þessum samningafundum, í samninganefnd Eflingar, er fjöldi fólks sem að ekki starfar á kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins, og er jafn vel starfsmenn hins opinbera, en eru engu að síður, á sama tíma, að taka ákvörðun um viðræðuslit og verkfallsaðgerðir mögulegum á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á. Ég er mjög hugsi yfir þessari staðreynd.“ Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í Vaktinni sem lesa má hér að neðan.
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag í kjaradeilunni sem upp er kominn. Eftir um níutíu mínútna fund þar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafði gengið á milli fundarherbergja samninganefndanna lýsti Efling því yfir að kjaraviðræðurnar væru árangurslausar. SA hafði gert Eflingu tilboð sem stendur til morgundagsins. Efling hefur raunar hafnað því tilboði en sendi SA gagntilboð. Á fundinum var farið yfir þetta gagntilboð. „Við höfum móttekið það tilboð og ég lýsti því yfir að, því miður, væri þetta tilboð óaðgengilegt og gæti ekki orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín, í samtali við Heimi Má Pétursson, eftir að ljóst varð að Efling hafði lýst því yfir að viðræðum yrði slitið. Vísaði Halldór Benjamín í það að sú skoðun væri byggð á þeim kjarasamningum sem SA hefur þegar gert við Starfsgreinasambandið og samflot verslunarfólks og iðnaðarmanna. Viðsemjendur samtakanna yrðu að geta treyst því að sú lína sem hafi verið mörkuð í þeim samningum yrði varin af samtökunum. Hvaða skildi mikið að í kröfum Eflingar og þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðir? „Því miður er ennþá himinn og haf í því tilboði sem Efling sendi Samtökum atvinnulífsins. Við getum, til að nota þægilegar tölur, lýst því yfir að þetta sé um það bil, eða tæplega, tvöfalt kostnaðarmat þess sem við höfum til að mynda samið við VR í þessu húsi hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Halldór Benjamín. Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót.Vísir/vilhelm Aðspurður um hvað það hefði þýtt fyrir samningana við verslunarfólk og samflot iðnaðarmanna auk SGS-samningsins ef gengið yrði að kröfum Eflingar sem fram koma í tilboðinu var svarið að það hefði þýtt nýjar viðræður við þessi félög. „Ef að við hefðum gengið lengra þá hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem að nú þegar hafa verið undirritaðir í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu á meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði í að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greitt hafi atkvæði um samningana hafi samþykkt þá. „Ég dreg þá ályktun út frá þeirri niðurstöðu að það ríki ágætis sátt um þessa kjarasamninga. Á grundvelli þessara sáttar vildum við, og viljum enn, ganga til kjaraviðræðna við Eflingu með það að að augnamiði að ljúka gerð kjarasamnings.“ Efling standi ein eftir Að loknum fundi sagði Sólveig Anna að næstu skref Eflingar væru að undirbúa verkfallsboðun. Sagði hún meðal annars að verkföll hafi skilað árangri fyrir Eflingu í fortíðinni. Halldór Benjamín sagði hins vegar í viðtali við Heimi Má að ekki væri hægt að líkja stöðunni nú við stöðuna í kjaraviðræðum 2019, þegar Efling fór í verkföll á vormánuðum þess árs. „Þá var ósamið í raun og veru öll stéttarfélög á landinu og Efling boðaði þá og fór í verkföll á þeim tíma. Það er ekki hægt að draga neina hlistæðu við þá stöðu sem upp er komin í dag. Það markast af því að búið er að loka kjarasamningum við nær allar stéttir. Samið var til að mynda við blaðamenn í síðustu viku. En Efling stendur nánast ein eftir,“ sagði Halldór Benjamín. Vísaði hann jafn framt í gagnrýni sem aðrir verkalýðsleiðtogar hafa sett fram á kröfur Eflingar í viðræðunum. „Aðallega með vísan til þess að Efling er með það sem ófrávíkjanlega kröfu að Samtök atvinnulífsins fari að draga landsmenn í dilka og greiða mismunandi laun eftir því hvort að fólk býr á Reykjavíkursvæðinu, Þorlákshöfn, Hveragerði eða Grafningshreppi. Við höfum einfaldlega sagt að það munu Samtök atvinnulífsins aldrei gera. Enda brýtur það í bága við óskrifaðan samfélagssáttmála okkar.“ Hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í nefndinni Halldór Benjamín gagnrýndi jafn framt að í samninganefnd Eflingar væru nefndarmenn sem störfuðu ekki á kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. „Það sem veldur mér hugarangri og ég er mjög hugsi yfir er að á þessum samningafundum, í samninganefnd Eflingar, er fjöldi fólks sem að ekki starfar á kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins, og er jafn vel starfsmenn hins opinbera, en eru engu að síður, á sama tíma, að taka ákvörðun um viðræðuslit og verkfallsaðgerðir mögulegum á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á. Ég er mjög hugsi yfir þessari staðreynd.“ Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í Vaktinni sem lesa má hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira