Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. janúar 2023 16:18 Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Hitinn náði þó ekki yfir meðaltal á Íslandi. EPA Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020. Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Á heimsvísu var árið 2022 fimmta hlýjasta árið frá því að mælingar hófust. Það hlýnar áfram hratt á Norðurhveli jarðar en við Kyrrahafið, þar á meðal í Ástralíu og Suður-Ameríku, var kaldara í fyrra miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta kemur fram í gögnum Copernicus, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Samantha Burgess, einn af yfirmönnum stofnunarinnar, segir í tilkynningu að gögnin sýni að heimurinn sé þegar byrjaður að finna fyrir afleiðingum hlýnandi jarðar. 2022 væri áttunda árið í röð þar sem hitinn væri eina gráðu yfir meðaltali frá því fyrir iðnbyltingu. Meðalhiti var 1,2 gráðum hærri frá því fyrir iðnbyltingu en markmið Parísarsáttmálans er að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Meðal þeirra afleiðinga sem sýndu sig vegna hitabreytinganna á nýliðnu ári var lítill ís á Antarktíku og hæsti hiti sem mælst hefur á veðurmælingarstöðinni í Vostok. Hitastigið fór upp í -17,7 °C. Þá kvörtuðu Evrópubúar yfir lítilli rigningu, þurrkum, og heiðskírum himin sem hafði áhrif á bruna og eldhættu og flutning sem reiddi sig á vatnsmagn í ám. Þá hafði hækkun hitastigsins einnig nokkur áhrif á landbúnað í álfunni. Í þessari nýju samantekt kemur einnig fram að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu jókst árið 2022 líkt og árin áður. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu jókst um 2,1 milljónustu hluta og metan um 12 milljörðustu hluta. Að meðaltali hafi magn þessara gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu á heimsvísu verið 417 milljónustu hlutar af kolvíoxíð og 1894 milljörðustu hlutar af metani. Miðað við þessar niðurstöður hefur magn þessara lofttegunda ekki verið meira í andrúmsloftinu í mörg hundruð þúsund ár.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira