Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2023 20:01 Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun. Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira