Lionel Messi og Neymar leiddu lið PSG í kvöld sem var án Kylian Mbappe. Lið Angers situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar og því var búist við frekar ójöfnum leik í kvöld.
Heimamenn í PSG komust yfir strax á 5.mínútu þegar Hugo Ekitike skoraði. Staðan í hálfleik var 0-0 og hún hélst þannig allt fram á 72.mínútu þegar Messi skoraði eftir sendingu frá Nrdi Mukiele.
Lokatölur 2-0 og PSG endurheimti með sigrinum sex stiga forskot á toppi deildarinnar þar sem Lens, sem situr í öðru sætinu, gerði 2-2 jafntefli í kvöld gegn Strasbourg.