Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:39 Háskólaráðherra ynnti styrki sem veittir verða háskólum til aukins samstarfs. Vísir/Egill Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“ Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“
Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira