Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. janúar 2023 14:01 Snjómokstur í Reykjavík stendur enn yfir en gríðarlegt magn af snjó er víða. Vísir/Vilhelm Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50