Handbolti

Svíar og Spán­verjar hófu HM á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Svía í kvöld.
Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Svía í kvöld. Nikola Krstic/Getty Images

Spánn og Svíþjóð byrja HM í handbolta á góðum sigrum. Svíþjóð vann fimm marka sigur á Svartfjallalandi og Svíar unnu sannfærandi átta marka sigur á Brasilíu.

Þægilegur fimm marka sigur Spánar, 30-25, skilar liðinu í toppsæti A-riðils að lokinni fyrstu umferð. Kauldi Odriozola var markahæstur í liði Spánar með sjö mörk.

Svíar, sem eru heimalið ásamt Pólverjum að þessu sinni, unnu einstaklega öruggan átta marka sigur. Staðan 11-9 í hálfleik en í þeim síðari lifnaði yfir sóknarleik heimamanna á meðan Brasilía skoraði aftur níu mörk og leiknum lauk með 26-18 sigri Svía. 

Jim Gottfridsson skoraði sex mörk í liði Svíþjóðar og var markahæstur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×