Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íþróttadeild Sýnar skrifar 12. janúar 2023 22:05 Björgvin Páll í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Íslenska liðið lenti í smá vandræðum í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í sóknarleiknum sem fæstir höfðu áhyggjur af. Vörnin og markvarslan var aftur á móti lengst af til mikillar fyrirmyndar. Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson var frábær í íslenska markinu og fær fullt hús eða sexu. Gaman að sjá Björgvin byrja mótið svona vel. Þrír leikmenn fengu fimmu. Ómar Ingi Magnússon fór fyrir sóknarleiknum allan leikinn, Elvar Örn Jónsson lék mjög vel í vörninni og Bjarki Már Elísson átti afbragðs seinni hálfleik eftir mörg mistök í þeim fyrri. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (15 varin skot - 46:29 mín.) Heimsklassaframmistaða. Varði á mikilvægum augnablikum. Var pollrólegur jafnvel þótt menn væri að skjóta hann niður. Hefur sjaldan verið í betra formi og leikgleðin skín út úr andlitinu á honum. Hann nýtur þess að spila Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/3 mörk - 48:52 mín.) Átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og gerði mikið af mistökum. Kom til baka í þeim síðari og átti frábæran dag. Fékk dýrar tvær mínútur á ögurstundu sem er ófyrirgefanlegt í leik þar sem allt er undir. Maður með stáltaugar. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 53:20 mín.) Fyrirliðinn átti góða spretti í varnarleiknum en í sókninni var hann afleitur. Með afar slæma skotnýtingu, virkaði þungur og ekki í takti. Sem betur fer á hann mikið inn því mótið er bæði langt og strangt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 26:14 mín.) Byrjaði mjög vel en síðan fjaraði undan honum ekki síst í fyrri hálfleik. Fann betri takt í síðari hálfleik. Spurning hvort spennustigið hafi verið of hátt. Hefur verið á allra vörum í aðdraganda mótsins. Var hafinn upp til skýjanna. Gísli mun örugglega ná að simpla sig rækilega inn í næstu leikjum því við þurfum á því að halda. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/1 mörk - 60:00 mín.) Spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum. Hefur yfirsýn sem enginn annar leikmaður í heiminum hefur. Skoraði mark á ögurstund og fiskaði víti. Ef einhver nafngiftina Íþróttamaður ársins með rentu þá er það Ómar Ingi Magnússon. Frábært eintak. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 56:10 mín.) Átti mjög góðan leik. Nýtti öll skotin sín, var áræðinn og er hornamaður í allra fremstu röð. Ekki ónýtt að vita að við eigum mann á bekknum af sama kaliberi. Liðið er frábærlega mannað í þessari stöðu. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (0 mörk - 33:28 mín.) Hefur oft leikið betur. Var í vandræðum í hjarta varnarinnar en vinnusemin og dugnaðurinn fleytir honum langt. Kannski skemmir það fyrir honum að framan af var hann ekki að spila mikið í Þýskalandi og ef til vill skortir hann leikæfingu. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 5 (9 stopp - 39:19 mín.) Var langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Tapaði ekki einvígi. Mun án efa nýtast okkur betur sóknarlega þegar líða fer á mótið. Elvar hefur tekið stórstígum framförum eftir veru sína í Þýskalandi. Algjör lykilmaður í íslenska liðinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 41:14 mín.) Elliði átti frábæran dag. Skoraði fjögur mörk og stóð vaktina vel í varnarleiknum eða eins og hann getur best. Það geislar af honum inn á vellinum og er í dag mun betri leikmaður en hann var á Evrópumótinu fyrir sléttu ári. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (4/1 varin skot- 11:44 mín.) Kom inn í íslenska liðinu á ögurstundu og náði að verja vítakast sem var afar mikilvægt. Gott til þess að vita að hann mun án nokkurs vafa stíga upp. Við þurfum svo sannarlega á þessum efnilegasta markverði heims að halda í toppstandi. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Hélt ró sinni allan leikinn. Reyndi að finna lausnir í sóknarleiknum þegar fjaraði undan liðinu. Varnarlega var íslenska liðið mun betra heldur en gegn Þýskalandi. Guðmundur heldur í íhaldsemina, spilaði á sínu átta manna liði en verður að passa sig á því að sprengja ekki lykilmenn eins og Ómar Inga. Ef fram heldur sem horfir eru margir leikir eftir á þessu heimsmeistaramóti. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:15 „Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. 12. janúar 2023 21:50 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenska liðið lenti í smá vandræðum í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í sóknarleiknum sem fæstir höfðu áhyggjur af. Vörnin og markvarslan var aftur á móti lengst af til mikillar fyrirmyndar. Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson var frábær í íslenska markinu og fær fullt hús eða sexu. Gaman að sjá Björgvin byrja mótið svona vel. Þrír leikmenn fengu fimmu. Ómar Ingi Magnússon fór fyrir sóknarleiknum allan leikinn, Elvar Örn Jónsson lék mjög vel í vörninni og Bjarki Már Elísson átti afbragðs seinni hálfleik eftir mörg mistök í þeim fyrri. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (15 varin skot - 46:29 mín.) Heimsklassaframmistaða. Varði á mikilvægum augnablikum. Var pollrólegur jafnvel þótt menn væri að skjóta hann niður. Hefur sjaldan verið í betra formi og leikgleðin skín út úr andlitinu á honum. Hann nýtur þess að spila Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/3 mörk - 48:52 mín.) Átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og gerði mikið af mistökum. Kom til baka í þeim síðari og átti frábæran dag. Fékk dýrar tvær mínútur á ögurstundu sem er ófyrirgefanlegt í leik þar sem allt er undir. Maður með stáltaugar. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 53:20 mín.) Fyrirliðinn átti góða spretti í varnarleiknum en í sókninni var hann afleitur. Með afar slæma skotnýtingu, virkaði þungur og ekki í takti. Sem betur fer á hann mikið inn því mótið er bæði langt og strangt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 26:14 mín.) Byrjaði mjög vel en síðan fjaraði undan honum ekki síst í fyrri hálfleik. Fann betri takt í síðari hálfleik. Spurning hvort spennustigið hafi verið of hátt. Hefur verið á allra vörum í aðdraganda mótsins. Var hafinn upp til skýjanna. Gísli mun örugglega ná að simpla sig rækilega inn í næstu leikjum því við þurfum á því að halda. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/1 mörk - 60:00 mín.) Spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum. Hefur yfirsýn sem enginn annar leikmaður í heiminum hefur. Skoraði mark á ögurstund og fiskaði víti. Ef einhver nafngiftina Íþróttamaður ársins með rentu þá er það Ómar Ingi Magnússon. Frábært eintak. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 56:10 mín.) Átti mjög góðan leik. Nýtti öll skotin sín, var áræðinn og er hornamaður í allra fremstu röð. Ekki ónýtt að vita að við eigum mann á bekknum af sama kaliberi. Liðið er frábærlega mannað í þessari stöðu. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (0 mörk - 33:28 mín.) Hefur oft leikið betur. Var í vandræðum í hjarta varnarinnar en vinnusemin og dugnaðurinn fleytir honum langt. Kannski skemmir það fyrir honum að framan af var hann ekki að spila mikið í Þýskalandi og ef til vill skortir hann leikæfingu. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 5 (9 stopp - 39:19 mín.) Var langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Tapaði ekki einvígi. Mun án efa nýtast okkur betur sóknarlega þegar líða fer á mótið. Elvar hefur tekið stórstígum framförum eftir veru sína í Þýskalandi. Algjör lykilmaður í íslenska liðinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 41:14 mín.) Elliði átti frábæran dag. Skoraði fjögur mörk og stóð vaktina vel í varnarleiknum eða eins og hann getur best. Það geislar af honum inn á vellinum og er í dag mun betri leikmaður en hann var á Evrópumótinu fyrir sléttu ári. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (4/1 varin skot- 11:44 mín.) Kom inn í íslenska liðinu á ögurstundu og náði að verja vítakast sem var afar mikilvægt. Gott til þess að vita að hann mun án nokkurs vafa stíga upp. Við þurfum svo sannarlega á þessum efnilegasta markverði heims að halda í toppstandi. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Hélt ró sinni allan leikinn. Reyndi að finna lausnir í sóknarleiknum þegar fjaraði undan liðinu. Varnarlega var íslenska liðið mun betra heldur en gegn Þýskalandi. Guðmundur heldur í íhaldsemina, spilaði á sínu átta manna liði en verður að passa sig á því að sprengja ekki lykilmenn eins og Ómar Inga. Ef fram heldur sem horfir eru margir leikir eftir á þessu heimsmeistaramóti. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45 Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20 Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55 „Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:15 „Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. 12. janúar 2023 21:50 „Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Bjarki skipti í gírinn í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan fjögurra marka sigur á Portúgal, 30-26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 21:45
Twitter fór mikinn: „Björgvin varði aftur! ÓMÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMSMEISTARAR!“ Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður. 12. janúar 2023 22:20
Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12. janúar 2023 21:55
„Maður felldi tár yfir þessum stórkostlegu stuðningsmönnum“ „Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við. 12. janúar 2023 22:15
„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“ „Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26. 12. janúar 2023 21:50
„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“ „Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega. 12. janúar 2023 21:30