Sveindís Jane í þætti UEFA um stjörnur kvennaboltans: Stolt að vera blönduð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á myndinni fyrir annan þáttinn þar sem er fjallað um kvennafótbolta á Norðurlöndum. UEFA Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir er andlit íslenskrar knattspyrnu í nýjum heimildaþáttum evrópska knattspyrnusambandsins. Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa. Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa.
Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira