Að venju er það Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn, sem stýrir HM Handkastinu en með honum að þessu sinni voru Styrmir Sigurðsson og svo Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson.
„Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] rúllaði á níu mönnum held ég. Bara Elliði Snær [Viðarsson] og Ýmir Örn [Gíslason] sem skipta og svo kemur Janus [Daði Smárason] inn í fjórar mínútur. Hann er að keyra á sama liðinu trekk í trekk.“
Arnar Daði hrósaði Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, fyrir að spá þessu í HM pallborði Vísis í aðdraganda leiksins.
„Þetta var það nákvæmlega það sama og hann sagði. Ég var hræddur því Ómar Ingi [Magnússon] virkaði þreyttur í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum á lagardag og var hvíldur á sunnudag. Ég hef áhyggjur af þessu, það eru níu leikir í úrslitaleikinn.“
„Maður spyr sig, þegar þú ert kominn í svona klassa: Af hverju ætti Viggó [Kristjánsson] ekki að geta spilað tíu mínútur? Þú ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði og mætir á þriðju hverju æfingu,“ sagði Arnar Daði einnig.
„Þetta var ekki Teddi Ponza á bekknum, þetta voru alvöru gæjar þarna,“ skaut Vilhjálmur inn í. Umræðan um mínútufjölda leikmanna hefst þegar tæpar 40 mínútur eru liðnar af HM Handkastinu. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.