Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 14:07 Óskar Hallgrímsson. Bylgjan Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum