Tvennt hægt að gera við tillögurnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. janúar 2023 20:31 Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun