Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Samúel Karl Ólason, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. janúar 2023 15:37 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Vogar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira