Handbolti

„Viður­kenni að þetta var rosa gaman“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur í leik kvöldsins.
Ólafur í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

„Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa.

„Ég átti mjög góð ár hérna, bæði ég og fjölskyldan. Liðið náði flottum árangri og það er rosa handbolta áhugi í bænum. Það er mjög gaman að koma og hitta fólkið, viðurkenni að þetta var rosa gaman.“

„Mér fannst við gera þetta mjög vel. Héldum fókus frá byrjun og voru fagmannlegir í öllu sem við gerðum. Héldum út í 60 mínútur, sem er ekki sjálfgefið,“ sagði Ólafur um sigur kvöldsins.

Að lokum var skyttan spurð hvort hópurinn ætli sér að horfa saman á leik Portúgals og Ungverjalands síðar í kvöld.

„Ætli það ekki. Förum upp á hótel, smá meðhöndlun, borða og ætli við kíkjum svo ekki á leikinn.“

Klippa: Ólafur Andrés lék á sínum gamla heimavelli: Viður­kenni að þetta var rosa gaman

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×