„Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2023 23:30 Viktor Gísli kom inn í mark Íslands og stóð vaktina með prýði. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki alveg viss hversu margir þeir [vörðu boltarnir] voru en þetta var bara gaman,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, maður leiksins í 13 marka sigri Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar á HM í handbolta. Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50