Milliriðlar HM para saman tvo af riðlunum þar á undan. A og B riðill fara saman í milliriðil og svo koll af kolli. Ísland fer þar af leiðandi í milliriðil með liðunum sem fóru áfram úr C-riðli. Það eru: Svíþjóð Brasilía og Grænhöfðaeyjar.
Þar sem Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi en Ungverjaland tapaði svo með sjö marka mun gegn Portúgal í kvöld þá endaði Ísland í 2. sæti D-riðils. Það þýðir að Ísland og Svíþjóð mætast í Gautaborg föstudaginn kemur, 20. janúar. Hér að neðan má sjá dagsetningu leikja Íslands í milliriðlinum sem og staðfesta tímasetningu.
- 18. janúar: Grænhöfðaeyjar – Ísland [17.00]
- 20. janúar: Ísland – Svíþjóð [19.30]
- 22. janúar: Brasilía – Ísland [17.00]
Ísland þarf að enda í öðru af tveimur efstu sætum milliriðilsins til að komast í 8-liða úrslit og eiga möguleika á að verða heimsmeistari.