Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:03 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira