Handbolti

„Þetta lið er mun betra en Suður-Kórea“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur segir að liðið verði að spila vel til að leggja Grænhöfðaeyjar af velli. 
Guðmundur segir að liðið verði að spila vel til að leggja Grænhöfðaeyjar af velli.  vísir/vilhelm

„Riðillinn leggst bara vel í mig. Það er gott að vera kominn hingað og það fer vel um okkur á hótelinu og núna erum við að fara halda okkar fyrsta video fund,“ segir Guðmundur Guðmundsson eftir æfingu landsliðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik í milliriðlinum klukkan 17:00.

„Þetta er lið sem er með mjög öflugar skyttur og skora mikið úr langskotum og spila þar af auki mjög mikið 7 á 6 og það er eitthvað sem við þurfum að leysa. Við erum að búa okkur undir þetta núna og leggja upp leikplanið.

Guðmundur segist vera nokkuð feginn því að Portúgal hafi unnið Ungverja og örlög íslenska liðsins komin í þeirra eigin hendur.

„Það er jákvætt og við þurfum núna bara að taka eitt skref í einu, klára leikinn gegn Grænhöfðaeyjum og síðan bíða Svíarnir. Við verðum að taka þennan leik mjög föstum tökum alveg frá byrjun. Þetta er ekki einfaldur andstæðingur og eru að spila öðruvísi. Þetta lið er mun betra en Suður-Kórea.“

Hann segir að leikurinn sjálfur eigi eftir að skera úr um það hvort hann geti hvílt menn eins mikið og gegn Suður-Kóreu.

„Við verðum í rauninni að vinna okkur í þá stöðu að geta hvílt menn. Það er auðvitað hluti af planinu að gera það.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðmund í heild sinni.

Klippa: Þetta lið er mun betra en Suður-Kórea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×