Deilt í Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 16:03 Bob Iger tók nýverið aftur við stjórnartaumunum á Twitter en nýr fjárfestir í Disney er andstæðingur hans. Getty/Kevin Dietsh Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. Peltz hefur fjárfest töluvert í Disney í gegnum sjóð sinn Trian Fund Management LP og hefur viljað sæti í stjórn félagsins. Hann hefur sagt Disney í krísu og að allt of mikið hafi verið fjárfest í streymisveitunni Disney Plus og í kaupin á 21th Century Fox. Fjárfestirinn reyndi í síðustu viku að fá sæti í stjórn Disney en því var hafnað, samkvæmt frétt Reuters. „Nelson Peltz skilur ekki rekstur Disney og skortir hæfileika og reynslu til að aðstoða stjórnina í að auka arð hlutafjáreigenda í sífellt breyttu fjölmiðlaumhverfi,“ segir stjórnin í fjárfestakynningu sem birt var í dag, samkvæmt frétt Reuters. Peltz var mjög andvígur því að þegar Bob Iger, forstjóri Disney, sneri nýverið aftur til að leiða fyrirtækið. Tæpt ár var síðan Bob Chapek tók við af Iger. Sjá einnig: Önnur Bob-skipti hjá Disney Reuters segir að búist sé við því að Iger muni einblína á Disney Plus sem hann hjálpaði við að setja á laggirnar og hefur kostað Disney mikla peninga. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Stjórnin segir einnig að kaup Disney á öðrum fyrirtækjum að undanförnu, eins og Marvel og Lucasfilm, hafi aukið verðmæti Disney og hafi haft mikil og jákvæð áhrif á félagið. Í öllum tilfellum hafi verið talað um að Disney hafi borgað of mikið fyrir fyrirtækin en það hafi reynst rangt. Í áðurnefndri kynningu er verðmæti Disney borið saman við S&P 500 vísitöluna en sá samanburður sýnir að Disney hefur staðið betur en önnur fyrirtæki. Disney Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Peltz hefur fjárfest töluvert í Disney í gegnum sjóð sinn Trian Fund Management LP og hefur viljað sæti í stjórn félagsins. Hann hefur sagt Disney í krísu og að allt of mikið hafi verið fjárfest í streymisveitunni Disney Plus og í kaupin á 21th Century Fox. Fjárfestirinn reyndi í síðustu viku að fá sæti í stjórn Disney en því var hafnað, samkvæmt frétt Reuters. „Nelson Peltz skilur ekki rekstur Disney og skortir hæfileika og reynslu til að aðstoða stjórnina í að auka arð hlutafjáreigenda í sífellt breyttu fjölmiðlaumhverfi,“ segir stjórnin í fjárfestakynningu sem birt var í dag, samkvæmt frétt Reuters. Peltz var mjög andvígur því að þegar Bob Iger, forstjóri Disney, sneri nýverið aftur til að leiða fyrirtækið. Tæpt ár var síðan Bob Chapek tók við af Iger. Sjá einnig: Önnur Bob-skipti hjá Disney Reuters segir að búist sé við því að Iger muni einblína á Disney Plus sem hann hjálpaði við að setja á laggirnar og hefur kostað Disney mikla peninga. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Stjórnin segir einnig að kaup Disney á öðrum fyrirtækjum að undanförnu, eins og Marvel og Lucasfilm, hafi aukið verðmæti Disney og hafi haft mikil og jákvæð áhrif á félagið. Í öllum tilfellum hafi verið talað um að Disney hafi borgað of mikið fyrir fyrirtækin en það hafi reynst rangt. Í áðurnefndri kynningu er verðmæti Disney borið saman við S&P 500 vísitöluna en sá samanburður sýnir að Disney hefur staðið betur en önnur fyrirtæki.
Disney Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira