Skýrslan sem hvarf Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 17. janúar 2023 17:31 Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. Í svörum var verklagi lýst en einnig kom fram að talin væri ástæða til að skerpa á verklagsreglum og hafa til staðar skrifaða ferla. Frá því að þessi fyrirspurn var lögð fram hefur mygla fundist bæði í Flataskóla og Hofsstaðaskóla og í allt haust hefur bæjarstjóri lagt mikla áherslu á skjót viðbrögð ásamt virku og góðu upplýsingaflæði til allra hlutaðeigandi. Samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur því verklagi verið fylgt nokkuð vel og bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ítrekað hrósað bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir góða frammistöðu í erfiðum málum. Það kom okkur því verulega á óvart að fá skyndilega upplýsingar um skýrslu EFLU verkfræðistofu sem gerð var um Flataskóla fyrir þremur og hálfu ári síðan, eða sumarið 2019. Skýrsla sem bæjarfulltrúar höfðu aldrei séð. Í þessari þriggja ára gömlu skýrslu kemur fram að ráðast þurfi í frekari sýnatöku og aðgerðir til að laga rakaskemmdir í Flataskóla. Ummerki um slíkar skemmdir fundust víða í skólanum ásamt vísbendingum um myglu í loft- og DNA-sýnum. Þetta hljóta að vera upplýsingar sem hefðu átt að berast til fólks sem ver stórum hluta ársins innandyra í viðkomandi húsnæði. Það skýtur því skökku við að aðstandendur barna og starfsfólk Flataskóla hafi nú fyrst fengið aðgang að skýrslu um rakaskemmdir í skólanum sem hafa verið viðvarandi í a.m.k. þrjú og hálft ár. Eins og áður kom fram var bæjarfulltrúum Garðabæjarlistans ekki kunnugt um skýrslu EFLU fyrr en nú um miðjan janúar 2023. Að okkar mati er grafalvarlegt að skýrsla og úttekt sem óskað var eftir og gerð fyrir bæinn vor og sumar 2019 og sem segir frá niðurstöðum sem hafa augljós áhrif á hagsmuni skólabarna og starfsfólks bæjarins hafi ekki ratað á borð bæjarstjórnar eða bæjarráðs. Hvernig má það vera? Það hljóta að vera skilyrðislausir hagsmunir bæjarbúa að bæjarstjórn sé haldið upplýstri um ástand bygginga bæjarins og að aðhald með framkvæmdum sé þannig til staðar. Á þeim fáeinu árum sem hafa liðið frá því að skýrslan var gerð hefur verklag sveitarfélaga tekið breytingum og áherslan á upplýsingagjöf fengið meira vægi bæði í Garðabæ og annars staðar, blessunarlega. Það breytir því þó ekki að starfsfólk Flataskóla hefur mætt í vinnuna árum saman frá því að niðurstöður skýrslunnar voru ljósar og börn hafa mætt í skólann á hverjum degi. Í ljósi úttektarinnar sem við vitum nú af mátti Garðabæ vera kunnugt að húsnæði Flataskóli væri tifandi tímasprengja og að bregðast hefði þurft við um leið. Rétt eins og starfsfólk Flataskóla segir í ályktun sinni frá 11. janúar sl. þá er ljóst að Garðabær hefur einfaldlega brugðist í þessu máli. Garðabæjarlistinn mun í bæjarstjórn óska formlega eftir upplýsingum um ferli þessarar tilteknu skýrslu. Hverjir vissu af henni og af hverju var ekki sagt frá efni hennar? Það er með ólíkindum að foreldrafélag Flataskóla hafi þurft að nálgast þessa skýrslu eftir krókaleiðum og að bæjarfulltrúar fái í kjölfar þess í fyrsta sinn veður af opinberu skjali. Eins er ekki auðvelt út frá því minnisblaði sem fylgdi umfjöllun um stöðuna í bæjarráði í morgun að sjá nákvæmlega til hvaða aðgerða hefur verið gripið á grundvelli þessarar tilteknu skýrslu. Við munum því óska eftir nánari útlistun í bæjarstjórn á fimmtudag. Aðgerðir til að takast á við mygluna sem fannst í haust hafa hafist í Flataskóla og ný heildarúttekt hefur verið framkvæmd. Sem betur fer var umtalsvert fjármagn eyrnamerkt viðhaldi og framkvæmdum við skólabyggingar í fjárhagsáætlun ársins 2023. Nú dugir ekkert annað en tafarlausar aðgerðir til þess að tryggja heilsu fólks og byggja síðan aftur upp traust starfsfólks og foreldra í Garðabæ, því á því byggjast góð samfélög. Við þurfum að læra af þessu máli og gera betur. Okkur finnst skipta miklu máli að Garðabær eigi inni fyrir því trausti sem við þurfum að standa undir sem stjórnvöld. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, teljum því að fyrsta skrefið fyrir okkur sem sitjum í bæjarstjórn sé að afla allra upplýsinga um málið, gera kröfu um að ekkert sé dregið undan og biðjast afsökunar. Ábyrgðin er á endanum okkar. Rýna þarf í ferli skýrslunnar og koma þannig í veg fyrir að sambærileg atvik geti komið upp aftur. Garðabæjarlistinn vonast til þess að fá greinargóð svör við fyrirspurn okkar um málið og við munum að sjálfsögðu fylgja henni eftir með þéttu aðhaldi í þágu allra bæjarbúa. Höfundar eru bæjarfulltrúar XG í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Arnarson Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarmál Mygla Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. Í svörum var verklagi lýst en einnig kom fram að talin væri ástæða til að skerpa á verklagsreglum og hafa til staðar skrifaða ferla. Frá því að þessi fyrirspurn var lögð fram hefur mygla fundist bæði í Flataskóla og Hofsstaðaskóla og í allt haust hefur bæjarstjóri lagt mikla áherslu á skjót viðbrögð ásamt virku og góðu upplýsingaflæði til allra hlutaðeigandi. Samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur því verklagi verið fylgt nokkuð vel og bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ítrekað hrósað bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir góða frammistöðu í erfiðum málum. Það kom okkur því verulega á óvart að fá skyndilega upplýsingar um skýrslu EFLU verkfræðistofu sem gerð var um Flataskóla fyrir þremur og hálfu ári síðan, eða sumarið 2019. Skýrsla sem bæjarfulltrúar höfðu aldrei séð. Í þessari þriggja ára gömlu skýrslu kemur fram að ráðast þurfi í frekari sýnatöku og aðgerðir til að laga rakaskemmdir í Flataskóla. Ummerki um slíkar skemmdir fundust víða í skólanum ásamt vísbendingum um myglu í loft- og DNA-sýnum. Þetta hljóta að vera upplýsingar sem hefðu átt að berast til fólks sem ver stórum hluta ársins innandyra í viðkomandi húsnæði. Það skýtur því skökku við að aðstandendur barna og starfsfólk Flataskóla hafi nú fyrst fengið aðgang að skýrslu um rakaskemmdir í skólanum sem hafa verið viðvarandi í a.m.k. þrjú og hálft ár. Eins og áður kom fram var bæjarfulltrúum Garðabæjarlistans ekki kunnugt um skýrslu EFLU fyrr en nú um miðjan janúar 2023. Að okkar mati er grafalvarlegt að skýrsla og úttekt sem óskað var eftir og gerð fyrir bæinn vor og sumar 2019 og sem segir frá niðurstöðum sem hafa augljós áhrif á hagsmuni skólabarna og starfsfólks bæjarins hafi ekki ratað á borð bæjarstjórnar eða bæjarráðs. Hvernig má það vera? Það hljóta að vera skilyrðislausir hagsmunir bæjarbúa að bæjarstjórn sé haldið upplýstri um ástand bygginga bæjarins og að aðhald með framkvæmdum sé þannig til staðar. Á þeim fáeinu árum sem hafa liðið frá því að skýrslan var gerð hefur verklag sveitarfélaga tekið breytingum og áherslan á upplýsingagjöf fengið meira vægi bæði í Garðabæ og annars staðar, blessunarlega. Það breytir því þó ekki að starfsfólk Flataskóla hefur mætt í vinnuna árum saman frá því að niðurstöður skýrslunnar voru ljósar og börn hafa mætt í skólann á hverjum degi. Í ljósi úttektarinnar sem við vitum nú af mátti Garðabæ vera kunnugt að húsnæði Flataskóli væri tifandi tímasprengja og að bregðast hefði þurft við um leið. Rétt eins og starfsfólk Flataskóla segir í ályktun sinni frá 11. janúar sl. þá er ljóst að Garðabær hefur einfaldlega brugðist í þessu máli. Garðabæjarlistinn mun í bæjarstjórn óska formlega eftir upplýsingum um ferli þessarar tilteknu skýrslu. Hverjir vissu af henni og af hverju var ekki sagt frá efni hennar? Það er með ólíkindum að foreldrafélag Flataskóla hafi þurft að nálgast þessa skýrslu eftir krókaleiðum og að bæjarfulltrúar fái í kjölfar þess í fyrsta sinn veður af opinberu skjali. Eins er ekki auðvelt út frá því minnisblaði sem fylgdi umfjöllun um stöðuna í bæjarráði í morgun að sjá nákvæmlega til hvaða aðgerða hefur verið gripið á grundvelli þessarar tilteknu skýrslu. Við munum því óska eftir nánari útlistun í bæjarstjórn á fimmtudag. Aðgerðir til að takast á við mygluna sem fannst í haust hafa hafist í Flataskóla og ný heildarúttekt hefur verið framkvæmd. Sem betur fer var umtalsvert fjármagn eyrnamerkt viðhaldi og framkvæmdum við skólabyggingar í fjárhagsáætlun ársins 2023. Nú dugir ekkert annað en tafarlausar aðgerðir til þess að tryggja heilsu fólks og byggja síðan aftur upp traust starfsfólks og foreldra í Garðabæ, því á því byggjast góð samfélög. Við þurfum að læra af þessu máli og gera betur. Okkur finnst skipta miklu máli að Garðabær eigi inni fyrir því trausti sem við þurfum að standa undir sem stjórnvöld. Við, bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans, teljum því að fyrsta skrefið fyrir okkur sem sitjum í bæjarstjórn sé að afla allra upplýsinga um málið, gera kröfu um að ekkert sé dregið undan og biðjast afsökunar. Ábyrgðin er á endanum okkar. Rýna þarf í ferli skýrslunnar og koma þannig í veg fyrir að sambærileg atvik geti komið upp aftur. Garðabæjarlistinn vonast til þess að fá greinargóð svör við fyrirspurn okkar um málið og við munum að sjálfsögðu fylgja henni eftir með þéttu aðhaldi í þágu allra bæjarbúa. Höfundar eru bæjarfulltrúar XG í Garðabæ.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun