Tekin af lífi með barnið í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 13:21 Fórnarlömbin sex. Carolyn Cole / Los Angeles Times via Getty Images Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi. Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira