Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 14:33 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir vatnavexri undir brúnni vegna framkvæmdananna og því hefur verið ákveði' að rjúfa veginn við brúnna. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt. Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt.
Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira