Handbolti

„Geri mér grein fyrir hver staðan er og veit mitt hlut­verk“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll og Elvar Ásgeirsson sáttir.
Björgvin Páll og Elvar Ásgeirsson sáttir. Vísir/Vilhelm

„Mjög gaman auðvitað, maður vill spila. Svo verður maður að reyna vera klár þegar sénsinn kemur,“ sagði Elvar Ásgeirsson eftir tíu marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik milliriðils á HM í handbolta.

Þó Ísland hafi alltaf verið skrefi, jafnvel skrefum, framar en Grænhöfðaeyjar þá var það ekki fyrr en undir lok leiks sem íslenska liðið stakk af. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tók þann pól í hæðina að hvíla lykilmenn í síðari hálfleik og því fengu allir leikmenn liðsins mínútur í dag.

„Ég geri mér grein fyrir hver staðan er og veit mitt hlutverk. Er ekki að berja í borðið á myndbandsfundum og biðja um að spila sextíu mínútur í hverjum leik. Er tilbúinn að hjálpa liðinu eins og þarf þegar kallið kemur. Fínt að Aron (Pálmarsson, fyrirliði) hvíldi í dag, Elvar Örn (Jónsson) er að stíga upp úr veikindum svo það er gott að geta skilað fínu verki.“

„Það er gaman að sjá, held að allir hafi skorað eða verið nálægt því. Geggjað fyrir stemninguna, allir búnir að setja einn í netið og vera hluti af þessu.“

„Við erum mjög spenntir og gíraðir. Þetta verður geðveik umgjörð og við ætlum að gera hana enn skemmtilegri,“ sagði Elvar að endingu um stórleik Íslands og Svíþjóðar á föstudaginn kemur.

Klippa: Elvar Ásgeirsson: Geri mér grein fyrir hver staðan er og veit mitt hlutverk

Tengdar fréttir

Twitter yfir sigri kvöldsins: „Elliði er snillingur“

Ísland vann tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 40-30 Íslandi í vil. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, rúllaði vel á liði sínu í dag og fengu allir leikmenn liðsins mínútur. Það má þó segja að leikmenn Grænhöfðaeyja hafi stolið senunni á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×