Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:19 Aleksandar Vucic, var ómyrkur í máli varðandi auglýsingar Wagner hópsins. epa/Andrej Cukic Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. „Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
„Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira