Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 14:08 Magnús Davíð lögmaður vandar Jóni Gunnarssyni ekki kveðjurnar, segir það í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“. vísir/vilhelm Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. „Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Þetta er einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Einn umbjóðenda minna sem var handtekinn, haldið í gæsluvarðhaldi og síðan vísað úr landi síðastliðið haust til Grikklands er þar enn. Sorglegast var að örfáum dögum eftir að hann lenti í Grikklandi var mál hans endurupptekið hér á landi og á hann rétt á efnismeðferð í sínu máli.“ Magnús Davíð segir umræddan umbjóðanda sinn, sem hann geti ekki nafngreint á þessu stigi, vera rétt skriðinn yfir tvítugt og hafi fundið sér vinnu hér á landi. Allir komnir aftur Ummælin sem Magnús vísar til féllu í viðtali Reykjavíkur síðdegis við dómsmálaráðherra í vikunni. Þar sagði hann alla þá 19, af þeim 35 sem höfðu fengið synjun og náðist í til að flytja af landi brott, væru komnir aftur til landsins. „„Búnir að endurnýja umsóknir sínar og komnir á framfæri íslenskra skattborgara. Þetta svona eru í hnotskurn veikleikarnir sem við búum við í þessu. Þetta er auðvitað alveg ómöguleg staða. Hér er búið að fjalla um mál einstaklinga og þau fengið þá niðurstöðu eftir að hafa getað kært til æðra stjórnsýslustigs, fengið synjun þar líka. Verið með lögfræðilega ráðgjöf allan tímann. Þá er þetta fólk flutt brott af landi. Það fer ekki sjálfviljugt. Þó að það sé í ólögmætri dvöl, þá fer það ekki af sjálfviljugt og þá þarf að beita þvingunarúrræðum í því,“ sagði Jón. Besta falli ófaglegt, í versta falli siðlaust Magnús Davíð segir sjálfsagt að taka umræðuna um útlendingamál en rétt skuli vera rétt. „Það er í besta falli ófaglegt og versta falli beinlínis siðlaust að dómsmálaráðherra fari rangt með staðreyndir samhliða því sem viðkomandi ráðherra fellir órökstudda gildisdóma um „stjórnleysi“, „hringavitleysu“ og „byrði skattgreiðenda“,“ skrifar Magnús Davíð á Facebook-síðu sína. Hann segir kjarna málsins þann að stjórnvöld hafi kosið að vísa brott fólki sem í mörgum tilvikum beið niðurstöðu endurupptökubeiðna sem líklegt var að fallist yrði á. „Þessi hringavitleysa og óheyrilegur kostnaður er því í boði stjórnvalda sjálfra. Að brottvísa einstaklingi, sem viðbúið er að fái úrlausn sinna mála hér á landi örfáum dögum síðar, er óskiljanlegt sama hvaða mælikvarða er beitt, s.s. mælikvarða skilvirkni, kostnaðar og ekki síst mannúðar.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50