Eruð þið spennt? Jón Freyr Gíslason skrifar 21. janúar 2023 21:18 Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar