Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 12:28 Það þarf ansi margt að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit heimameistaramótsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram. Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira