„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 20:00 Gísli Þorgeir keyrir í gegnum brasilísku vörnina. Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. „Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
„Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00